Share

Silfrið
13.þáttur: Fullveldi Íslands
•
Mál sem varða fullveldi Íslands hafa verið nokkuð til umræðu að undanförnu. Evrópusamvinna Íslendinga, varnarsamstarf, stafrænt fullveldi og tungumálið er meðal þess. Leggja allir sama skilning í hugtakið fullveldi? Halldór Benjamín Þorbergsson stjórnarformaður Almannaróms, Ragnheiður Kristjánsdóttir prófessor í sagnfræði við HÍ, Ragnhildur Helgadóttir rektor HR og Lóa Björk Björnsdóttir dagskrárgerðarmaður á Rás 1 eru gestir.
More episodes
View all episodes

14. þáttur: Staða Íslands í nýrri heimsmynd og umdeild samgönguáætlun
45:13|Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ræðir stöðu Íslands í breyttri heimsmynd eftir að Hvíta húsið birti nýja þjóðaröryggisstefnu fyrir helgi. Í síðari hluta þáttarins koma þau Heimir Már Pétursson framkvæmdastjóri Flokks fólksins, Hildur Þórisdóttir bæjarfulltrúi í Múlaþingi og Stefán Pálsson sagnfræðingur til að ræða stjórnmálaumræðu undanfarinna daga, meðal annars um samgöngumálin.
12. þáttur: Kólnandi hagkerfi og hlýnandi jörð
47:51|Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna COP30, var haldin í vikunni sem leið í fjarveru Bandaríkjanna. Í lokayfirlýsingu hennar var samþykkt að ríkari þjóðir myndu þrefalda fjármagn til að aðstoða þjóðum sem hafa orðið verst fyrir barðinu á hlýnun jarðar. Engin samstaða náðist hins vegar um að draga úr jarðefnaeldsneyti. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, er gestur Silfursins. Á vettvangi dagsins rýnum við í hið pólitíska landslag í ljósi kólnandi hagkerfis með þeim Andreu Sigurðardóttur, blaðamanni á Morgunblaðinu, Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur blaðamanni og Þórhalli Gunnarssyni, almannatengli.
11. þáttur: Inga Sæland og breytt landslag í efnahags- og Evrópumálum
44:08|Það harðnar á dalnum samkvæmt nýrri þjóðhagsspá og Ísland kann að standa úti í kuldanum gagnvart Evrópusambandinu. Hvaða áhrif hefur þetta á kjör landsmanna og hvernig eiga stjórnvöld að bregðast við? Þingmennirnir Bergþór Ólason (M), Dagur B. Eggertsson (S) og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (D) ræða málin. Þá verður Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, í viðtali. Umsjón hefur Sigríður Hagalín Björnsdóttir.
10. þáttur: Húsnæðismarkaður í flækju
45:20|Hvernig greiðum við úr óvissunni á íbúðalánamarkaði? Hvaða gagn gerir fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar sem var kynntur í síðustu viku? Svo eru það áfrom Reykjavíkurborgar um að bjóða einkaaðilum að fjárfesta í byggingu grunninnviða í boðuðu hverfi á Höllum í Úlfarsárdal.Gestir eru Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, Már Wolfgang Mixa dósent við viðskiptadeild HÍ, Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og Halla Gunnarsdóttir formaður VR.
9. þáttur: Bylmingshögg á atvinnulífið og lánamarkaður í klemmu
45:10|Bilun í verksmiðju Norðuráls kemur líklega til með að valda búsifjum. Óvíst er hversu mikil áhrifin verða fyrir þjóðarbúið, sem hefur þegar sýnt merki þess að vera farið að kólna. Þá eru húsnæðislánamarkaður í uppnámi: í kjölfar dóms Hæstaréttar um ólöglega skilmála á óverðtryggðum lánum hafa bankarnir þrengt lánakjör sín og Landsbankinn ætlar að hætta að veita verðtryggð lán nema fyrir fyrstu kaupendur. Við förum yfir stöðuna með Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formanni Sjálfstæðisflokksins, Ragnari Þór Ingólfssyni, þingmanni Flokki fólksins, Lilju Dögg Alfreðsdóttur, varaformanni Framsóknarflokksins, og Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, þingmanni Samfylkingarinnar. Í seinni hluta þáttar ræðum við við Carstein Staur, formann Þróunarsamvinnunefndar OECD, um breytt landslag í þróunarsamvinnu eftir stórfelldan niðurskurð stórra framlagsríkja til opinberrar þróunaraðastoðar það sem af er ári.
8. þáttur: Sundrar Sundabraut eða sameinar?
46:31|Silfrið heldur sig á innlendum vettvangi þessa vikuna. Verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra setja samgöngur úr skorðum, viðskiptabankar gera hlé á veitingu verðtryggðra lána meðan þeir ná áttum eftir vaxtadóm Hæstaréttar, og Sigurður Ingi Jóhannsson hefur tilkynnt að hann gefi ekki kost á sér aftur sem formaður Framsóknarflokksins. Við förum yfir þessi mál og fleiri með þingmönnunum Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur, Ingibjörgu Isaksen, Ólafi Adolfssyni og Snorra Másssyni.
7. þáttur: Rússneskur stjórnarandstæðingur og hvað svo þegar vopnahlé er komið á Gaza?
45:11|Við ræðum við Vladirmir Kara-Murza, sem er rússneskur stjórnarandstæðingur. Hann hefur lifað af tvær eitranir og fékk 25 ára fangelsisdóm í öryggisfangelsi í Síberíu fyrir að gagnrýna innrás Rússa í Úkraínu. Hann fékk frelsi í fangaskiptum í fyrra.Þá eru margar spurningar um framhaldið þegar vopnahlé er komið á, á Gaza. Til að ræða það mál koma Hallgrímur Indriðason fréttamaður, Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur og Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri Unicef.
6. þáttur: Kólnandi spá í efnahagskortunum, Trump á yfirsnúningi
45:46|Við byrjum á vettvangi dagsins. Ýmis teikn benda til að hagkerfið sé að kólna, vinnumálastofnun var tilkynnt um fimm hópuppsagnir í september, fyrir utan gjaldþrot Play. Þá hefur ríkisstjórnin boðað sérstaka atvinnustefnu og lætur í skína að nú sé liðinn sá tími að hagvöxtur sé fyrst of fremst borinn uppi af innfluttu vinnuafli. Gestir Silfursins eru Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Jón Ólafur Halldórsson, formaður Samtaka atvinnulífsins og Einar Freyr Elínarson, bæjarstjóri í Mýrdalshreppi. Í seinni hluta þáttar ætlum við að ræða við mann að nafni John Fund, þrautreyndan blaðamann frá Bandaríkjunum sem skrifað hefur meðal annars fyrir Wall Street Journal en er nú einn af ritstjórum National Review, tímariti Íhaldsmanna þar í landi. Hann hefur þekkt og skrifað um Donald Trump Bandaríkjaforseta í meira en 40 ár - og segir að hann sé kominn á yfirsnúning, vitandi að tími hans sé af skornum skammti.