Share

cover art for Lífsreynslusögur Vikunnar

Lífsreynslusögur Vikunnar

Vinsælasta efni Vikunnar nú aðgengilegt í hljóðvarpi


Latest episode

  • 1. Lífsreynslusögur Vikunnar

    33:05||Season 1, Ep. 1
    Í fyrsta þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: 1) Frábær föðursystir ,2) Ég átti mér engan verndara , 3) Ástin lék systur mína grátt , 4) Lygaflækja  

More episodes

View all episodes

  • 2. Lífsreynslusögur Vikunnar

    35:36||Season 1, Ep. 2
    Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:1) Einmanaleikinn leiddi mig í ógöngur2) Leyndarmál míns fyrrverandi3) Hættulegur fjölskylduráðgjafi:4) Flúðum undan slúðrinu
  • 3. Lífsreynslusögur Vikunnar

    39:00||Season 1, Ep. 3
    Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:1) Í leit að lífshamingju2) Ástin er grimm3) Sjö metra ást4) Drykkja mömmu kenndi mér margt
  • 4. Lífsreynslusögur Vikunnar

    38:12||Season 1, Ep. 4
    Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:1) Dularfull veikindi2) Fjandsamleg mágkona3) Fyrirheitna landið4) Draumaveröld sem hrundi
  • 5. Lífsreynslusögur Vikunnar

    40:08||Season 1, Ep. 5
    Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:1) Miðill eða góður mannþekkjari?2) Slapp með skrekkinn3) Óþægilegt ástarsamband4) Framhjáhald bjargaði hjónabandinu5) Líkaminn grær, sálin ekki
  • 1. Lífreynslusögur Vikunnar

    50:01||Season 2, Ep. 1
    Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:- Ég var með búlimíu: „Ég býst við að fröken Svínka í Prúðuleikurunum sé hetjan mín. Hún er þybbin, brjóstamikil, með stór, blá augu og óbilandi sjálfstraust. Þannig vildi ég vera. Fyrir nokkru fór ég að vinna markvisst að því að auka sjálfstraustið og breyta viðhorfi mínu til lífsins. Kannski mun ég einhvern tíma verða jafnánægð með mig og fröken Svínka og hver veit nema einhver lítill, grænn froskur verði þá ástfanginn af mér. Leiðin að því marki mun hins vegar verða löng og ströng.“ - Fyrirlitin vegna fjárhagsörðugleika: „Á Íslandi er börnum kennt að ef þau vinni vel og séu dugleg þá uppskeri þau í samræmi við erfiðið sem þau leggja á sig. Allir geta eignast einbýlishús og bíl og þeir sem ekki geta það eru fyrirlitnir, enda telja allir að eyðslusemi eða annarri óreglu sé um að kenna. Ég varð fyrir því að missa allt mitt í botnlausa hít vaxta og dráttarvaxta og tel mig ekki verri manneskju fyrir það.“ - Skelfilegur brúðkaupsdagur: „Fyrir mörgum árum gifti frænka mín sig og brúðkaupið hennar var vægast sagt eftirminnilegt!“ - „Hún var svo góð“: „Vinkona mín var um tvítugt þegar hún missti mömmu sína. Við þekktumst ekki á þeim tíma og ekki löngu eftir að við kynntumst sagði hún mér frá erfiðu lífi mömmu sinnar, að fjölskyldan hefði mátt horfa upp á hana drepa sig hægt og rólega án þess að geta hjálpað henni.“ - Lækning að handan: „Ég er jarðbundin manneskja og á mjög erfitt með að trúa einhverju yfirnáttúrulegu. Tvisvar hefur þó hent mig, með löngu millibili, eitthvað sem ég get ekki fundið neina eðlilega skýringu á.“
  • 2. Lífsreynslusögur Vikunnar

    49:38||Season 2, Ep. 2
    Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:Kunni ekki að segja neiÉg var þægt og meðfærilegt barn, enda komst ég ekki upp með neitt annað, og hlýðni mín við aðra hélst næstu áratugina með ýmsum afleiðingum því ég átti afar erfitt með að segja nei þótt mig langaði til þess.Óvæntur fjölskyldumeðlimurFyrir um ári fór að koma inn til mín grár köttur, grindhoraður, tætingslegur og sísvangur. Ekki löngu seinna komst ég að því að eigandi hans væri ógæfukona sem bjó við enda götunnar minnar.Ég átti í ástarsambandi við giftan mannÉg átti í ástarsambandi við giftan mann í góðri stöðu. Hann er þekktur í mínu bæjarfélagi en þegar samband okkar komst upp fengu allir bæjarbúar mikla samúð með honum og konu hans en ég var fordæmd og kölluð hjónadjöfull. Hann átti frumkvæði að sambandinu og hélt því lengi við með því að hringja í mig þótt hann hefði lofað konunni sinni að tala aldrei við mig framar.Ömurlegur afmælisdagurÉg var alin upp hjá einstæðri móður. Mamma varð ófrísk eftir skyndikynni og pabbi minn tilkynnti henni að ef hún kysi að halda barninu vildi hann ekkert af því vita. Hann stóð við þá ákvörðun og ég hef aldrei haft neitt samband við föðurfjölskyldu mína. Kannski hefur hegðun föður míns haft eitthvað um það að segja að ég virðist lélegur mannþekkjari og dómgreind mín þegar kemur að því að velja mér ástmenn er með eindæmum léleg.Góða mamma – vonda mammaÞegar ég fullorðnaðist fór ég fyrst almennilega að skilja hversu furðuleg æska mín væri og hvað mamma væri sjúk. Hún talar ekki við bróður minn lengur og slítur reglulega á tengslin við mig líka.