Lífsreynslusögur Vikunnar

  • 1. Lífsreynslusögur Vikunnar

    33:05||Season 1, Ep. 1
    Í fyrsta þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: 1) Frábær föðursystir ,2) Ég átti mér engan verndara , 3) Ástin lék systur mína grátt , 4) Lygaflækja  
  • 2. Lífsreynslusögur Vikunnar

    35:36||Season 1, Ep. 2
    Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:1) Einmanaleikinn leiddi mig í ógöngur2) Leyndarmál míns fyrrverandi3) Hættulegur fjölskylduráðgjafi:4) Flúðum undan slúðrinu
  • 3. Lífsreynslusögur Vikunnar

    39:00||Season 1, Ep. 3
    Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:1) Í leit að lífshamingju2) Ástin er grimm3) Sjö metra ást4) Drykkja mömmu kenndi mér margt
  • 4. Lífsreynslusögur Vikunnar

    38:12||Season 1, Ep. 4
    Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:1) Dularfull veikindi2) Fjandsamleg mágkona3) Fyrirheitna landið4) Draumaveröld sem hrundi
  • 5. Lífsreynslusögur Vikunnar

    40:08||Season 1, Ep. 5
    Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:1) Miðill eða góður mannþekkjari?2) Slapp með skrekkinn3) Óþægilegt ástarsamband4) Framhjáhald bjargaði hjónabandinu5) Líkaminn grær, sálin ekki
  • 1. Lífreynslusögur Vikunnar

    50:01||Season 2, Ep. 1
    Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:- Ég var með búlimíu: „Ég býst við að fröken Svínka í Prúðuleikurunum sé hetjan mín. Hún er þybbin, brjóstamikil, með stór, blá augu og óbilandi sjálfstraust. Þannig vildi ég vera. Fyrir nokkru fór ég að vinna markvisst að því að auka sjálfstraustið og breyta viðhorfi mínu til lífsins. Kannski mun ég einhvern tíma verða jafnánægð með mig og fröken Svínka og hver veit nema einhver lítill, grænn froskur verði þá ástfanginn af mér. Leiðin að því marki mun hins vegar verða löng og ströng.“ - Fyrirlitin vegna fjárhagsörðugleika: „Á Íslandi er börnum kennt að ef þau vinni vel og séu dugleg þá uppskeri þau í samræmi við erfiðið sem þau leggja á sig. Allir geta eignast einbýlishús og bíl og þeir sem ekki geta það eru fyrirlitnir, enda telja allir að eyðslusemi eða annarri óreglu sé um að kenna. Ég varð fyrir því að missa allt mitt í botnlausa hít vaxta og dráttarvaxta og tel mig ekki verri manneskju fyrir það.“ - Skelfilegur brúðkaupsdagur: „Fyrir mörgum árum gifti frænka mín sig og brúðkaupið hennar var vægast sagt eftirminnilegt!“ - „Hún var svo góð“: „Vinkona mín var um tvítugt þegar hún missti mömmu sína. Við þekktumst ekki á þeim tíma og ekki löngu eftir að við kynntumst sagði hún mér frá erfiðu lífi mömmu sinnar, að fjölskyldan hefði mátt horfa upp á hana drepa sig hægt og rólega án þess að geta hjálpað henni.“ - Lækning að handan: „Ég er jarðbundin manneskja og á mjög erfitt með að trúa einhverju yfirnáttúrulegu. Tvisvar hefur þó hent mig, með löngu millibili, eitthvað sem ég get ekki fundið neina eðlilega skýringu á.“
  • 2. Lífsreynslusögur Vikunnar

    49:38||Season 2, Ep. 2
    Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:Kunni ekki að segja neiÉg var þægt og meðfærilegt barn, enda komst ég ekki upp með neitt annað, og hlýðni mín við aðra hélst næstu áratugina með ýmsum afleiðingum því ég átti afar erfitt með að segja nei þótt mig langaði til þess.Óvæntur fjölskyldumeðlimurFyrir um ári fór að koma inn til mín grár köttur, grindhoraður, tætingslegur og sísvangur. Ekki löngu seinna komst ég að því að eigandi hans væri ógæfukona sem bjó við enda götunnar minnar.Ég átti í ástarsambandi við giftan mannÉg átti í ástarsambandi við giftan mann í góðri stöðu. Hann er þekktur í mínu bæjarfélagi en þegar samband okkar komst upp fengu allir bæjarbúar mikla samúð með honum og konu hans en ég var fordæmd og kölluð hjónadjöfull. Hann átti frumkvæði að sambandinu og hélt því lengi við með því að hringja í mig þótt hann hefði lofað konunni sinni að tala aldrei við mig framar.Ömurlegur afmælisdagurÉg var alin upp hjá einstæðri móður. Mamma varð ófrísk eftir skyndikynni og pabbi minn tilkynnti henni að ef hún kysi að halda barninu vildi hann ekkert af því vita. Hann stóð við þá ákvörðun og ég hef aldrei haft neitt samband við föðurfjölskyldu mína. Kannski hefur hegðun föður míns haft eitthvað um það að segja að ég virðist lélegur mannþekkjari og dómgreind mín þegar kemur að því að velja mér ástmenn er með eindæmum léleg.Góða mamma – vonda mammaÞegar ég fullorðnaðist fór ég fyrst almennilega að skilja hversu furðuleg æska mín væri og hvað mamma væri sjúk. Hún talar ekki við bróður minn lengur og slítur reglulega á tengslin við mig líka.
  • 3. Lífsreynslusögur Vikunnar

    47:16||Season 2, Ep. 3
    Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:1) Vinirnir brugðust: „Ég flutti út á land, í heimabæ mannsins míns, þegar ég var 18 ára. Við eignuðumst yndislegan strák tveimur árum seinna og þegar ég var að verða 26 ára varð ég ófrísk aftur. Ég var komin sex mánuði á leið þegar ég komst að því að maðurinn minn hafði verið mér ótrúr og við skildum. Ég tók það afar nærri mér en kannski enn meira framkomu vinkvenna minna í kjölfar skilnaðarins.“2) Örlagaríkir endurfundir: „Skjótt skipast veður í lofti, er haft að orðtaki hér á landi og svo sannarlega á það við um veðurfarið hér á Fróni. Ég hef hins vegar komist að því núna að þetta á ekki síður við um hug og tilfinningar karlmanna sem alast upp við þessar aðstæður. Og þó, sennilega er ekki sanngjarnt að dæma alla eftir einum. Ég ætla því að halda mig við að ræða þennan eina og hans snöggu „veðrabrigði“.“3 ) Ég berst fyrir börnunum mínum: „Þetta er saga um andlegt ofbeldi, fæðingarþunglyndi og afleiðingar þess að verða fyrir slíku. Ég á tvö börn sem fæddust með stuttu millibili. Eftir fæðingu þeirra sökk ég ofan í djúpt og erfitt þunglyndi. Barnsfaðir minn kúgaði mig og þegar ég loks fékk afl til að slíta mig lausa úr sambandinu notfærði hann sér andlegt ástand mitt til að svipta mig forræði yfir börnunum mínum.“4) Á sér ekki viðreisnar von: „Sonur minn frá fyrra hjónabandi var í óreglu um árabil en mörg ár eru síðan hann sneri lífi sínu til betri vegar. Maðurinn minn og börn hans hafa þó aldrei getað litið hann réttum augum.“5) Alltaf viðhald, aldrei eiginkona: „Eftir áralangt hjónaband með drykkjumanni var ég örþreytt bæði á sál og líkama. Ég var nýskilin og taldi mig heppna að hafa fengið góða vinnu hjá stóru fyrirtæki. Yfirmaður minn var kurteis og fyrirmannlegur eldri maður sem kom fram við mig af mikilli tillitssemi. Eftir á að hyggja held ég að hlýja hans og virðing gagnvart mér hafi verið það sem skipti sköpum og varð til þess að ég kolféll fyrir honum.“
  • 4. Lífsreynslusögur Vikunnar

    49:32||Season 2, Ep. 4
    Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:1) Sölumenn lífsins:„Ég veiktist óvænt um þrítugt og um tíma var ekki vitað hvort ég lifði veikindin af. Það kom mér á óvart hve margir töldu sig vita hvernig ég ætti að ná bata. Það olli mér líka furðu hversu margt undarlegt var í boði þarna úti sem ekki var hægt að kalla hefðbundnar lækningar.“2) Sænginni yfir minni:„Ég var afar næmt ungbarn og næmleikinn jókst með aldrinum. Ég horfði oft hlæjandi og hjalandi á eitthvað sem enginn annar sá og um tíma átti ég mér ósýnilegan leikfélaga.“3) Blind heift:„Elsku systir mín er yfirleitt hvers manns hugljúfi en í henni leynist þó mikil heift og einnig ótti um að reynt verði að misnota góðvild hennar. Hún verður bæði ósanngjörn og missir alla skynsemi þegar henni finnst á sér og sínum brotið og þá er ekkert til sem heitir fyrirgefning.“4) Aðskotahlutur á eigin heimili:„Fyrir löngu síðan passaði ég stundum litla stelpu sem bjó við sömu götu og ég. Aðstæður móður hennar breyttust nokkuð hratt til hins betra um svipað leyti og ég hætti að passa en nýlega heyrði ég hversu ömurleg ævi beið dóttur hennar.“ 5) Glansmyndin molnaði:„Ég var yfir mig hrifin af strák sem var með mér í skóla en hann vissi aldrei af því. Í mörg ár fylgdist ég með honum úr fjarlægð og lét mig dreyma. Löngu síðar kynntumst við og allar gömlu tilfinningarnar vöknuðu aftur.“
loading...