Share

Krakkaheimskviður
Þjóðhátíðardagur Sama og uppruni Valentínusardagsins
Ep. 23
•
Í þessum þætti Krakkaheimskviða kynnum við okkur Sama, þjóðflokkinn sem byggir norður-Noreg, Svíþjóð, Finnland og Rússland en þjóðhátíðardagur Sama var 6. febrúar. Í seinni hluta þáttarins höldum við okkur við dagatalið og skoðum uppruna Valentínusardagsins, sem var á föstudaginn.
More episodes
View all episodes
50. Airbnb-bann í Barselóna og áhrif massatúrisma
15:03||Ep. 50Í þessum þætti Krakkaheimskviða ferðumst til Feneyja og Barselóna. Þar hafa heimamenn harðlega mótmælt ágangi ferðamanna og stjórnvöld reyna að finna lausnir. Hvað er Airbnb-bann og hvaða áhrif hefur massatúrisma? Fréttamaðurinn Ólöf Ragnarsdóttir er gestur þáttarins.49. Ránið á Louvre
15:59||Ep. 49Í þessum þætti Krakkaheimskviða fjallar Karitas um ránið á Louvre, þar sem fjórum þjófum tókst að hafa á brott ómetanlegum krúnudjásnum. Vera Illugadóttir er gestur þáttarins og rifjar upp fyrri rán á þessu frægasta safni Frakklands.48. Hrekkjavaka og saga graskersins
15:04||Ep. 48Í þessum þætti Kakkaheimskviða fjallar Karitas um hrekkjavökuna sem er á næsta leiti. Þjóðfræðungirnn Dagrún Ósk Jónsdóttir segir okkur frá uppruna graskersins og hrekkjavökunnar á Íslandi.47. Vopnahlé á Gaza
14:32||Ep. 47Í þessum þætti Krakkaheimskviða fjallar Karitas um stöðuna á Gaza, vopnahlé og friðarviðræður. Fréttamaðurinn Oddur Þórðarson er gestur þáttarins og útskýrir atburði síðustu vikna.46. Allt um Nóbelsverðlaunin
15:29||Ep. 46Í þessum þætti Krakkaheimskviðu beinum við sjónum okkar að Nóbelsverðlaununum. Hvað eru þau eiginlega, hverjir eru vinningshafar Íslands og hver fá þau þetta árið? Allt um Nóbelsverðlaunin í þætti dagsins.45. Gervigreindarráðherra í Albaníu
14:09||Ep. 45Í þessum þætti Krakkaheimskviða skoðar Karitas nýjasta ráðherra Albaníu, sem er gervigreindarforrit. Hvað er gervigreind eiginlega, hvernig virkar hún og hvernig getur hún verið ráðherra? Hafsteinn Einarsson, dósent við Háskóla Íslands, svarar þeim spurningum.44. Vaxandi andúð gegn innflytjendum og eru einhverjar jákvæðar fréttir?
14:53||Ep. 44Í þessum þætti Krakkaheimskviða reynum við að svara spurningunum hvers vegna Ástralir og Bretar hafa haldið stóra mótmælafundi síðustu helgar og hvað mótmælendurnir vilja? Í seinni hluta þáttarins leitum við svo uppi jákvæðar fréttir úr heimsmálunum.43. Óeirðir og valdaskipti í Nepal
14:59||Ep. 43Í þessum þætti Krakkaheimskviða eru óeirðir og valdaskipti í Nepal til umfjöllunar. Fyrir hverju börðust nepalskir mótmælendur og hvernig er hægt að kjósa forsætisráðherra á Discord? Karitas kafar í aðdraganda óeirðanna, hvað það var sem gerðist og hvernig framhaldið í Nepal verður.42. Þingkosningar í Noregi
15:01||Ep. 42Í þessum þætti Krakkaheimskviða skoðar Karitas nýafstaðnar þingkosningar í Noregi ásamt fréttamanninum Hallgrími Indriðasyni. Kjötbolluvísitala, krakkakosningar og kosningakerfi Norðmanna eru helstu umfjöllunarefni þáttarins.