Krakkaheimskviður

  • 31. Hvað eru tollar og tollastríð?

    14:59||Ep. 31
    Í þessum þætti Krakkaheimskviða kafar Karitas ofan í stærstu fréttir vikunnar: Tolla Trump. Henni til aðstoðar eru fjármálaráðgjafinn Björn Berg Gunnarsson og fréttamaðurinn Birta Björnsdóttir. Hvað eru tollar, af hverju eru allir að tala um þá og hvaða áhrif hefur þetta nýjasta útspil Bandaríkjaforseta?
  • 30. Kosningar í hinum ýmsu löndum

    16:21||Ep. 30
    Í þessum þætti Krakkaheimskviða skoðar Karitas kosningar í fjórum löndum, Þýskalandi, Grænlandi, Kanada og Noregi, með aðstoð fréttamannanna Odds Þórðarsonar og Hallgríms Indriðasonar.
  • 29. Uppruni eftirnafna og staða þeirra í Færeyjum

    16:33||Ep. 29
    Í þessum þætti Krakkaheimskviða skoðar Karitas eftirnöfn. Af hverju eru Færeyingar í auknum mæli að breyta eftirnöfnum sínum og hvernig virka eftirnöfn almennt? Í þætti dagsins skoðum við mismunandi nafnahefðir milli landa og hvernig þær breytast í tímans rás.
  • 28. Asil og staðan í Gaza

    17:07||Ep. 28
    Í þessum þætti Krakkaheimskviða skoðar Karitas hvað er að gerast á Gaza og hvernig er að vera barn þar? Við kynnumst líka hinni 18 ára Asil sem er frá þessu stríðshrjáða svæði en býr nú á Íslandi. 
  • 27. Einbirnisstefnan í Kína

    14:12||Ep. 27
    Í þessum þætti Krakkaheimskviða skoðar Karitas fólksfækkun í Kína. Lengi vel mátti bara eignast eitt barn þar í landi en nú hafa stjórnvöld þurft að breyta því. Af hverju er það? 
  • 26. Heimsmeistaramótið í skíðagöngu

    14:40||Ep. 26
    Í þessum þætti Krakkaheimskviða fer Karitas á heimsmeistaramótið í skíðagöngu í Þrándheimi. Með henni í þættinum í dag er íþróttafréttamaðurinn Gunnar Birgisson, sem er ansi fróður um íþróttina, enda var hann sjálfur í landsliðinu í skíðagöngu.
  • 25. Trump um Grænland og meira NATO

    17:09||Ep. 25
    Í þessum þætti Krakkaheimskviða svarar Karitas seinni tveimur spurningunum frá 6. bekk í Brekkuskóla sem að þessu sinni velta fyrir sér hugmyndum Trumps um að kaupa Grænland og framtíð NATO.
  • 24. Flugslysið í Washington

    12:45||Ep. 24
    Í þessum þætti Krakkaheimskviða svarar Karitas fyrstu hlustendaspurningunni. Hún kemur frá 6. bekk í Brekkuskóla sem vill vita hvað gerðist þegar farþegaþota og herþyrla skullu saman í Washington í lok janúar með þeim afleiðingum að 67 manns létust.
  • 23. Þjóðhátíðardagur Sama og uppruni Valentínusardagsins

    15:18||Ep. 23
    Í þessum þætti Krakkaheimskviða kynnum við okkur Sama, þjóðflokkinn sem byggir norður-Noreg, Svíþjóð, Finnland og Rússland en þjóðhátíðardagur Sama var 6. febrúar. Í seinni hluta þáttarins höldum við okkur við dagatalið og skoðum uppruna Valentínusardagsins, sem var á föstudaginn.
loading...