Share

cover art for Saxi og Sachsi

Saxi og Sachsi


Latest episode

  • Saxophonus Islandicus

    55:45|
    Spjátrungarnir Saxi og Sachsi fá til sín haug af viðmælendum til að ræða um poppsaxófóninn í íslensku samhengi og segja frá merkilegri uppgötvun sem kollvarpar fyrri hugmyndum um uppruna saxófónsins.

More episodes

View all episodes

  • 6. Að ósum Rio Grande

    43:23||Ep. 6
     Loksins ná Saxi og Sachsi að taka samtalið við alvöru saxófónhatara og þeir hitta nafnlausu goðsögnina á bak við saxófónsólóið í laginu Rio með Duran Duran.
  • 5. Við verðum að tala um Kenny

    39:47||Ep. 5
    Sachsi fær loksins að fjalla um hámenntaða lúxussaxófónleikara. Við sökkvum okkur í brjálaðar samsæriskenningar, kynnumst vafasamri fortíð Adolphe Sax og hinum hrokkinhærða, berfætta og vellyktandi konungi lyftutónlistarinnar.
  • 4. Geta allir spilað á saxófón?

    42:06||Ep. 4
    Saxi og Sachsi kynna sér holskeflu sjálfmenntaðra saxófónleikara á níunda áratugnum og Sachsi rifjar upp hjartnæmar bernskuminningar.
  • 3. Eitruð saxmennska

    39:47||Ep. 3
    Kynusli, kynþokki og kynjahalli. Saxi og Sachsi setja á sig kynjagleraugun og fá Dóru Wonder í heimsókn sem setur fram athyglisverða kenningu.
  • 2. Allir í sleik

    37:02||Ep. 2
    Saxi og Sachsi hitta svissneskan mann sem er ekki mikill saxófónaðdáandi. Einnig heimsækja þeir ungfrú eitís til að fræðast um íslenska glamúrlífið og kryfja helsta gimstein saxófóntónbókmennta níunda áratugarins: Careless whisper.
  • 1. Sírena Satans

    35:05||Ep. 1
    Saxi og Sachsi leggjast í rannsóknir á sjálfum sér og sögu poppsaxófónsins. Hvað gerði hann svona vinsælan á níunda áratugnum og hvernig er hægt að hata þetta dásamlega hljóðfæri?