Kiss Army Iceland Podcast

Þrír miðaldra karlmenn fjalla um allt á milli himins og jarðar.....bara svo lengi sem það er um hljómsveitina KISS. Heiðar Aðaldal Jónsson (forseti KISS ARMY ICELAND), Atli Hergeirsson og Páll Jakob Líndal eru allir forfallnir aðdáendur hljómsveitarinnar KISS og taka hér fyrir hin ýmsu málefni tengd bandinu.

Atli Hergeirsson

Atli er fæddur á Akureyri þann 2. apríl 1979. Hann hefur verið forfallinn KISS aðdáandi síðan árið 1983. KISS tónleikar: 4. Meet & great: 1. KISS Kruise: 1. Fyrsta KISS plata: Best of solo albums. Uppáhaldsmeðlimur: Gene. Gælunafn: Leðjubassinn.

Heiðar Aðaldal Jónsson

Heiðar sem er forseti KISS ARMY ICELAND er fæddur á Akureyri þann 21. júli 1976 en ólst upp í Aðaldalnum. Hann hefur verið forfallinn KISS aðdáandi síðan 1981. KISS tónleikar: 11. Meet & great: 3. KISS Kruise: 2. Fyrsta KISS plata: Double Platinum. Uppáhaldsmeðlimur: Ace. Gælunafn: Forsetinn.

Páll Jakob Líndal

Aldursforseti þáttastjórnenda er Páll Jakob Líndal. Páll sem er doktor í umhverfissálfræði er fæddur í Reykjavík þann 14. desember 1973. Hann hefur verið forfallinn KISS aðdáandi síðan í janúar 1984. KISS tónleikar: 18. Meet & great: 7. KISS Kruise: 2. Fyrsta KISS plata: Alive II. Uppáhaldsmeðlimur: Paul. Gælunafn: StarPower.