Innrás froskanna

Undanfarin ár hefur ný tegund látið á sér kræla í Garðabæ: froskdýr. Í Innrás froskanna (og fleiri kvikinda) rekur Arnhildur Hálfdánardóttir slóð froskdýranna út og suður í tíma og rúmi, en þó aðallega götu fyrir götu í hinu gamalgróna Ásahverfi. Undir niðri krauma stærri spurningar um heim sem er að breytast á áður óþekktum hraða og áhrif þess á lífríkið allt í kringum okkur.


Umsjón og dagskrárgerð: Arnhildur Hálfdánardóttir.

Sögumaður: Benedikt Sigurðsson

Ritstjórn: Anna Marsibil Clausen